Undirbúningur er hafinn fyrir fimmta keppnisárið í Suðurlandsdeildinni! Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki þó COVID hafi vissulega sett strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili. En það þýðir ekkert annað en áfram gakk!
Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Fjögur sæti eru laus í deildinni þar sem stjórn hefur ákveðið að fjölga um tvö lið vegna mikillar eftirspurnar.
Þau lið sem eiga þátttökurétt í deildinni þurfa að staðfesta fyrir 20. október hvort þau muni halda áfram.
Þau lið sem eiga þátttökurétt eru:
Byko |
Húsasmiðjan |
Krappi |
Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær |
Heimahagi |
Toltrider |
Fet/Kvistir |
Heklu hnakkar |
Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð |
Equsana |
Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 31. október. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 3 áhugamanna og 2-3 atvinnumanna.
Þau lið sem féllu úr deildinni 2020 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um.
Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð.
Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.
Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár.
Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði.
Suðurlandsdeildin hefst þann 2. febrúar 2021 þar sem keppt verður í parafimi. Keppniskvöldin verða fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu.
Dagsetningar móta hafa verið ákveðnar með fyrirvara um niðurröðun greina.
- febrúar – Parafimi
- febrúar – Fjórgangur
- mars – Fimmgangur
- mars – Tölt og skeið
- mars – lokahóf
Umsóknarfrestur er til 31. október.
Þátttökugjald er 140.000 kr.
Allar spurningar sem og umsóknir vegna Suðurlandsdeildar skulu sendar á rangarhollin@gmail.com.
Hvetjum hestamenn að safna saman í lið og sækja um í Suðurlandsdeildina 2021.
Sjáumst í Rangárhöllinni í vetur!