Veislusalur Rangárhallarinnar er leigður út til hverskyns viðburða.
Fyrirspurnir vegna leigu sendist á rangarhollin@gmail.com eða hafið samband í s: 8649209.
Verð fyrir útleigu á sal er 59.000 kr fyrir 24 klst, alla jafna er miðað við frá kl. 12 – 12. Fyrirspurnir vegna leigu sendist á rangarhollin@gmail.com.
Verð fyrir útleigu á sal fyrir Geysisfélaga er 52.000 kr.
Pöntun þarf að staðfesta með greiðslu helmings leiguverðs og lokagreiðslu þarf að ljúka tveimur dögum fyrir notkun. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka.
Ef einhverjar skemmdir verða á salnum meðan á útleigu stendur ber að tilkynna það um leið og salnum er skilað.
Sjá umgengnisreglur hér neðar á síðunni.
Hvað er til staðar í salnum ?
Sæti og borð fyrir 100+ manns, a.m.k. 150 standandi, bar, tveir kælar. Hljóðkerfi og skjávarpar.
Sjá salinn almennt betur á myndum, svona á hann að vera við skil.
Hvað er til staðar í eldhúsi ?
Matardiskar, hliðardiskar, súpudiskar, glös, bollar og undirskálar fyrir 150 manns. Uppáhellingarkönnur og vatnskönnur. Uppþvottavél. Ekki er mikið úrval sem stendur af pottum, pönnum, almennum áhöldum, skálum og þess háttar. Sjá betur á myndum.
Hvað er til staðar í ræstikompu ?
Öll nauðsynleg hreinsiefni, ryksuga, skúringavagn, skúringaskaft, moppur og tuskur.
Hvernig skal skila aðstöðunni ?
Allur frágangur skal vera líkt og á myndum hér að ofan. Borðum raðað eftir tegundum, þurkað af borðum, stólað upp, gólf í sal, eldhúsi og á salernum ryksuguð og skúruð. Leigutaki sér sjálfur um að tæma dósir og rusl og fara með og um leið setja nýja poka sem hægt er að finna í eldhúsi. Mikilvægt að ganga rétt frá eldhúsi og sal, uppröðun í skápa skal vera eins og á myndum.
Sígarettustubba og dósir utandyra þarf leigutaki einnig að hreinsa.
Ef frágangi og/eða þrifum er ábótavant við skil mun leigusali gera leigutaka það ljóst og ef kostur er bjóða leigutaka að klára að ganga frá að öðrum kosti er tekið gjald fyrir hverja hafna klst við það að koma salnum í viðunandi ástand svo hann sé tilbúinn í útleigu á ný. Tímagjald er 5.500 kr/klst + vsk fyrir manninn.
Ekki má nota sápu við þrif á parketi, mikilvægt að skipta reglulega um vatn. Gólfið er orðið hreint þegar vatnið hættir að fá á sig lit og línur hætta að myndast í gólfi.
Hvað má ekki gera ?
- Ekki má bera neitt inn sem skemmt getur gólf.
- Ekki skrúfa í veggina
- Ekki líma á veggina
- Ekki gera neitt sem veldur tjóni á húsnæði
Leigutaki sér um að afla tilskilinna leyfa vegna viðburða.
Umgengnisreglur
Reykingar eru með öllu bannaðar í húsinu, líka rafrettur. Ef reykt er í húsinu, er heimilt að vísa viðkomandi úr húsi. Fari brunakerfi af stað af þessum sökum, er leigutaki rukkaður um þann kostnað sem af hlýst.
Slökkvitæki eru á nokkrum stöðum í eldhúsi og í anddyri og er leigutaka að kynna sér þau, brunaslanga er staðsett milli salerna og bars.
Fara þarf varlega með borð þegar raðað er upp eða gengið er frá, þar sem brúnir eru viðkvæmar og auðveldlega getur kvarnast úr þeim.
Mælst er til þess að standa ekki á stólum.
Ef sett er skraut á veggi, þá verður að nota lím, límband eða kennaratyggjó sem næst auðveldlega af og skilur ekki eftir sig för.
Leigutaki skal fjarlægja allt skraut og hluti s.s. áfengi, matarafganga o.þ.h. sem hann kemur með, að lokinni veislu, nema um annað sé samið.
Verði skemmdir á innanstokksmunum s.s. salernum, borðum, gólfi, veggjum og tækjum í eldhúsi og sal er leigusala heimilt að rukka leigutaka um viðgerðarkostnað sem af því hlýst enda hafi leigutaka verið tilkynnt um tjónið strax eftir yfirferð á salnum.
Sé salur óeðlilega óþrifalegur eftir leigu er leigusala heimilt að rukka sérstaklega fyrir aukaþrif. Það sem telst vera óeðlilegt er t.d. æla á salernum eða annarstaðar í sal, pappírsrusl á gólfum, áfengi og gos á gólfum, kám og drykkjarleifar á veggjum og almennt slæm umgengni.
Leigutaka skal gert grein fyrir þessu þegar salnum er skilað.
Að öðru leyti er vitnað í allt sem er hér að ofan á þessari síðu og minnt á að salnum sé skilað í samræmi við myndir.
Sími umsjónarmanns í neyðartilfellum s: 8649209