Parafimi reglur

Parafimi reglur

Parafimi reglur 2024

Dómblað_Parafimi_Flæði 2024

Dómblað_Parafimi_Æfingar og gangtegundir 2024

Samþykktar reglur af stjórn 31.1.2024

Stjórn Suðurlandsdeildar hefur ákvörðunarvald yfir reglum Parafimi. Reglum má ekki breyta með skemmri fyrirvara en 30 dögum fyrir upphaf keppni í Parafimi.
Parafimi lýtur sömu reglum og aðrar hestaíþróttagreinar innan FEIF.

Æfingablaðið verður sent í tölvupósti til keppenda og blaðinu ber að skila á netfangið rangarhollin@gmail.com 48 klst fyrir upphaf keppni.

 

Parafimi reglur

Parafimi er keppnisgrein sem reynir á ganghæfileika, fegurð, kraft og glæsileika hestsins. Keppni fer fram á merktum velli miðað við stærð reiðsvæðis.

Líkt og nafn greinarinnar gefur til kynna þá mynda tveir knapar par á reiðvellinum og reynir hún því mikið á samvinnu þeirra. Annar knapinn er atvinnuknapi og hinn áhugamaður en þó geta báðir knapar verið áhugamenn. Keppi tveir áhugamenn sem par skal það berast mótshöldurum við skráningu með skýringu þess efnis hvor knapinn keppir í stað atvinnumannsins. Tveir atvinnumenn geta ekki myndað par.

 

Tímamörk

  • Sýnendur hafa hámark 3 mínútur og 45 sekúndurtil sýningar þess besta sem knapar og hestar hafa uppá að bjóða.
    Þulur gefur merki þegar 30 sekúndur eru eftir af tímanum og gefur skýrt til kynna þegar tíminn er liðinn.
  • Mikilvægt er að greinin gangi rösklega fyrir sig og því skulu pör ávallt vera tilbúin að koma inná völlinn um leið og parið á undan hefur lokið keppni.
  • Þulur gefur knöpum merki þegar þeir mega hefja sína sýningu og þá skulu þeir ríða beint að upphafspunkti verkefnis.
  • Tími og tónlist byrja þegar knapar hneigja sig. Knapar hneigja sig í lok sýningar sinnar og ljúka henni þar með.
  • Ef knapar fara fram yfir uppgefin tímamörk fá þeir 0 fyrir þau atriði sem sýnd eru eftir að tímamörkum hefur verið náð. Einnig eru dregnir 2 heilir af einkunn pars fyrir framkvæmd.

 

Dómarar :

Einkunn gangtegunda fyrir parið (atvinnumaður og áhugamaður) – 40%
Einkunn æfinga fyrir parið (atvinnumaður og áhugamaður) – 40%
Einkunn flæðis fyrir parið (atvinnumaður og áhugamaður) – 20%

Í parafimi eru sex starfandi dómarar.

Dómarar eitt, tvö, þrjú og fjögur eru staðsettir við langhlið og utan við reiðvöll. Dómarar fimm og sex eru staðsettir í stúkunni.

Dómari eitt dæmir atvinnumanninn á gangtegundum og æfingum :
Allar gangtegundir innan verkefnis hljóta einkunn.

Allar æfingar innan verkefnis hljóta einkunn.

Lokaeinkunn knapa ákvarðast af meðaltali tveggja bestu gangtegunda, einkunn fyrir opinn sniðgang uppá báðar hliðar (skylduæfing) auk tveggja hæst dæmdu æfinga knapa.

Dómari tvö dæmir áhugamanninn á gangtegundum og æfingum :
Allar gangtegundir innan verkefnis hljóta einkunn.

Allar æfingar innan verkefnis hljóta einkunn.

Lokaeinkunn knapa ákvarðast af meðaltali tveggja bestu gangtegunda, einkunn fyrir opinn sniðgang uppá báðar hliðar (skylduæfing) auk tveggja hæst dæmdu æfinga knapa.

Dómari þrjú dæmir atvinnumanninn á gangtegundum og æfingum :

Allar gangtegundir innan verkefnis hljóta einkunn.

Allar æfingar innan verkefnis hljóta einkunn.

Lokaeinkunn knapa ákvarðast af meðaltali tveggja bestu gangtegunda, einkunn fyrir opinn sniðgang uppá báðar hliðar (skylduæfing) auk tveggja hæst dæmdu æfinga knapa.

Dómari fjögur dæmir áhugamanninn á gangtegundum og æfingum :

Allar gangtegundir innan verkefnis hljóta einkunn.

Allar æfingar innan verkefnis hljóta einkunn.

Lokaeinkunn knapa ákvarðast af meðaltali tveggja bestu gangtegunda, einkunn fyrir opinn sniðgang uppá báðar hliðar (skylduæfing) auk tveggja hæst dæmdu æfinga knapa.

Dómari fimm dæmir flæði sýningar :

Lokaeinkunn pars ákvarðast af meðaltali þriggja þátta. Framkvæmd, fjölhæfni og reiðmennsku.

Dómari sex dæmir flæði sýningar :

Lokaeinkunn pars ákvarðast af meðaltali þriggja þátta. Framkvæmd, fjölhæfni og reiðmennsku.

 

Gangtegundir

Gangtegundirnar tölt, brokk og stökk skal sýna að minnsta kosti eina langhlið, skálínu, fjórðungalínu eða miðlínu til þess að hljóta fullnaðareinkunn (45 metrar).
Gangtegundina fet skal sýna að minnsta kosti 20 metra.

Gangtegundina skeið skal sýna sem samsvarar ¾ af langhlið til þess að hreyfa einkunn.

Gangtegundirnar skulu dæmdar á kvarðanum 0 – 10.

 

Æfingar

Listi yfir æfingar og reiknistuðull :

Allar æfingar eru aðgengilegar í linknum hér að neðan.

Parafimi reglur 2024

 

Allar hliðargangsæfingar og æfingin riðinn hringur/baugur skal sýna upp á báðar hendur.

 

Nánari skilgreiningar á æfingunum má sjá á bls 15 – 17 og leiðarar á bls 22 – 32 á eftirfarandi link : https://www.lhhestar.is/static/files/Log_LH/Logogreglur2023/-gl-reglur-um-gaedingalist-180423.pdf

 

Æfing á að vera greinileg og hafa jákvæð áhrif á hestinn. Hliðargangsæfingar þurfa að vera nægilega langar til að hægt sé að dæma gæði þeirra en þó alltaf að lágmarki tíu metrar.

 

Taumur gefinn (fram og niður) : Hestur þiggur að lengja háls fram og niður í taumsambandi. Til hámarkseinkunnar skal vegalengd tíu metrar að lágmarki.

 

Stöðvun – bakk : 5 skref

 

Æfingalisti

  • Allir knapar skulu skila inn æfingalista á þar til gerðu eyðublaði sem stjórn Suðurlandsdeildar sendir liðsstjóra.
  • Æfingarnar skulu vera merktar í þeirri röð sem þær verða sýndar í sýningunni.
  • Sé þessu eyðublaði ekki skilað hlýtur sá knapi ekki einkunn fyrir æfingar.
  • Einungis er gefin einkunn fyrir þær æfingar sem merkt hefur verið við á æfingalistanum.
  • Ekkert hámark er á fjölda æfinga.
  • Dómarar eitt og þrjú fá afhenta æfingalista atvinnuknapa.
  • Dómarar tvö og fjögur fá afhenta æfingalista áhugamanna.
  • Dómarar fimm og sex fá afhenta æfingalista allra keppenda.

Flæði

Dómarar fimm og sex dæma þetta atriði.

Dómarar eru staðsettir í stúku fyrir ofan reiðsvæðið.

Hér er verið að dæma heildaryfirbragð sýningarinnar og ákvarðast lokaeinkunn af þremur þáttum – framkvæmd, fjölhæfni og reiðmennsku.

 

Framkvæmd

+ Knapar vinna vel saman og sýning er því í góðu samræmi.

+ Knapar velja tónlist sem passar þeirra verkefni.

+ Knapar velja sér búninga/útlit sem passar þeirra verkefni.

+ Knapar eru á fallega hirtum hestum.

+ Knapar sýna vel útfærðar æfingar.

+ Hestar eru í jafnvægi í gegnum sýninguna.

– Knapar ruglast.

– Útfærsla of flókin fyrir knapa og hesta.

– Sýningin leyfir gangtegundunum ekki að njóta sín.

– Greinileg spenna sjáanleg.

– Slæmt form hests.

– Röng stilling hests.

Ef sýning fer fram yfir 3 mínútur og 45 sekúndur eru dregnir 2 heilir af heildareinkunn fyrir framkvæmd.

 

Fjölhæfni

+ Knapar sýna fjölbreyttar reiðleiðir.

+ Knapar sýna fjölbreytt atriði til að krydda sýningu sína. Til dæmis hestur hneigir sig og brokk á staðnum.

+ Knapar sýna falleg mynstur sem gera verkefni þeirra aðlaðandi.

+ Knapar sýna hesta sína á fjölbreyttum hraða innan sömu gangtegundar.

+ Knapar sýna þrjár eða fleiri góðar gangtegundir.

– Lakar gangskiptingar.

– Sýning er einhæf.

– Hestar hafa einungis getu á einni gangtegund.

 

Reiðmennska

+Knapar sýna góða stjórn á hestum sínum. Hestarnir skilja og framkvæma það sem knapar biðja um  áreynslulaust.

+ Knapar sýna hesta sem geisla af orku undir stjórn.

+ Fas hrossa er eftirtektarvert, reiðmennskan laðar það fram.

+ Knapar hafa fallega og virka ásetu. Áseta og stjórnun sem hjálpar hestinum að framkvæma þau verkefni sem fyrir hann eru lögð.

– Grófar ábendingar.

– Knapi er skakkur.

– Knapi er ekki í takt við hest sinn.

– Knapi krefur hest sinn um verkefni sem hvorki hestur né knapi ráða við.