Stórsýningin

Stórsýning sunnlenskra hestamanna!

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu stórsýning sunnlenskra hestamanna. Sýningin mun einkennast af léttleika og skemmtun og ættu allir hestaáhugamenn að fá eitthvað fyrir sinn snúð á þessari sýningu.

Sýningin hefur verið haldin undanfarin ár og þykir hin glæsilegasta og er afar vel sótt af áhorfendum.

Mörg af þeim hrossum sem komið hafa fram á sýningunni hafa látið að sér kveða í keppni eða sýningum á liðnum árum. Má þar nefna heimsmeistarann í tölti Kristínu Lárusdóttur og Þokka frá Efstu-Grund, hæst dæmdu klárhryssu allra tíma Sendingu frá Þorlákshöfn og afkvæmi Álffinns frá Syðri-Gegnishólum en hann lét að sér kveða sem kynbótahestur á síðastliðnu ári. Sýningin í ár verður ekki viðaminni og verða atriði á henni kynnt þegar nær dregur.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu!