Reglur

Reglur í Rangárhöllinni

 

Lyklahafar hafa afnot af Rangárhöllinni til þjálfunar frá kl. 07:00-22:00 á meðan hún er ekki í annari skipulagðri notkun eins og vegna námskeiða, sýninga, einkakennslu, vetrarmóta og öðru samkvæmt dagskrá á heimasíðu Rangárhallarinnar.

Mælst er til að lyklahafar sem hafa tamningu/þjálfun að atvinnu nýti Reiðhöllina til þeirra starfa frá kl. 07:00 – 16:00 virka daga.

Rangárhöllinni kann að vera skipt í miðju eftir notkun og ber öllum að virða það.

Notendur hússins skulu sjá til þess að gólf reiðhallarinar sé hreinsað eftir noktun, setja tað í hjólbörur og rusl í ruslafötur.

Gæta skal að því að slökkva öll ljós í Rangárhöll og stóðhestahúsi ef enginn er í húsinu við brottför.

Allir knapar eru skyldugir að nota hjálma í reiðhöllinni.

Gæta skal almennra umferðarreglna í reiðhöllinni og knapar skulu fylgja hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

Lausaganga hrossa er bönnuð í húsinu.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.

Sá lyklahafi sem verður uppvís að slæmri umgengni getur misst aðgang sinn að Reiðhöllinni. Greiddur aðgangur fæst ekki endurgreiddur.

 

Ef einhverjar spurningar eru vinsamlegast hafið samband við umsjónarmann Rangárhallarinnar í s: 8630127 eða rangarhollin@gmail.com