RANGÁRHÖLLIN

RANGÁRHÖLLIN
Reiðhöllin
Veislusalurinn

Uppfærðar reglur Parafimi 2019

Parafimi reglur Parafimi er keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, fegurð, kraft og glæsileika hestsins. Knapar eru í pörum inná, einn atvinnuknapi og einn áhugamaður og því reynir einnig á samvinnu þeirra. Parið getur verið skipað tveimur áhugamönnum. Tilkynna þarf þá hvor knapinn keppir í stað atvinnumannsins. Tveir atvinnumenn geta ekki myndað par. Sýnendur hafa hámark 3 mínútur og 45 sekúndur til þess að sýna það besta sem knapar og hestar hafa uppá að bjóða. Þulur lætur knapa vita þegar 30 sekúndur eru eftir af tímanum.  Þegar parið á undan hefur lokið sinni keppni er næstu keppendum frjálst að koma inná til að undirbúa sig og ríða um á meðan tölur eru lesnar upp. Knapar skulu hneigja sig í upphafi verkefnis og þá fer tímataka í gang. Einnig skal hneigja sig þegar verkefni lýkur og þá lýkur tímatöku. Knapar skulu bíða eftir leyfi frá þul til að hefja sína sýningu. Sýnendur eru dæmdir af sex dómurum sem dæma í þremur pörum. Fyrsta dómaraparið dæmir gangtegundir, annað parið dæmir æfingar og þriðja parið dæmir fjölhæfni, framkvæmd og reiðmennsku.  Nákvæmari lýsingar á hverri einkunn má finna hér fyrir neðan.   Dómarapar 1:  Einkunn fyrir gangtegundir Dómaraparið skiptir með sér verkum og dæmir hvor dómari annan knapann fyrir allar sýndar gangtegundir.  Lokaeinkunn hvors knapa er svo reiknuð út frá tveimur bestu gangtegundum hvors fyrir sig og heildareinkunn parsins fyrir gangtegundir er meðaltal beggja knapa. Til að fá fullnaðareinkunn fyrir gangtegundirnar tölt, brokk, stökk og skeið skal sýna þær sem nemur vegalengd einnar langhliðar samfleytt (ca 45 metra). Fyrir fulla einkunn á feti skal sýna það að lágmarki 20 metra samfleytt.   Dómarapar 2:  Einkunn fyrir æfingar... read more

Lið Suðurlandsdeildarinnar 2019!

Nú styttist óðum í að Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum hefji göngu sína en hún verður nú haldin í þriðja skiptið. Fyrsta keppni er 22. janúar og þá verður keppt í fjórgangi. 11 lið eru skráð til leiks og eru bæði ný lið og nýir knapar sem gerir deildina ennþá meira spennandi! Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamannafélagsins Geysis. Dagsetningar og keppnisgreinar: 22. janúar– Fjórgangur 5. febrúar – Fimmgangur 19. febrúar – Parafimi 5. mars – Tölt og skeið Hvert lið er skipað 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð í ár. Nánari kynningar á liðunum verða sendar út á næstu dögum en hér kemur yfirlit yfir liðin í ár.   Lið Vöðla / Snilldarverks Atvinnumenn Ólafur Brynjar Ásgeirsson Eva Dyröy Steingrímur Sigurðsson Áhugamenn Åsa Ljunberg Guðmundur Baldvinsson Lina S D   Lið Fet / Kvistir Atvinnumenn Sigvaldi Lárus Guðmundsson Ólafur Andri Guðmundsson Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson Áhugamenn Elín Hrönn Sigurðardóttir Marie-Josefine Neumann Vera Schneiderchen   Lið Austurás Atvinnumenn Lárus J Guðmundsson Ásta Björnsdóttir Sigríður Pjétursdóttir Áhugamenn Ármann Sverrisson Berglind Sveinsdóttir Svenja Kohl   Lið Equisana Atvinnumenn Kristín Lárusdóttir Hlynur Guðmundsson Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir Áhugamenn Vilborg Smáradóttir Hjördís Rut Jónsdóttir Guðbrandur Magnússon   Lið Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð Atvinnumenn Ásmundur Ernir Snorrason Vignir Siggeirsson Stella Sólveig Pálmarsdóttir Áhugamenn Matthías Elmar Tómasson Sanne Van Hezel Jakobína Agnes Valsdóttir   Lið Tøltrider Atvinnumenn Alma Gulla Matthíasdóttir Elvar Þormarsson Hjörvar Ágústsson Áhugamenn Eygló Arna Guðnadóttir Hannes Brynjar Sigurgeirsson Hulda Jónsdóttir  ... read more