RANGÁRHÖLLIN

RANGÁRHÖLLIN
Reiðhöllin
Veislusalurinn

Suðurlandsdeildin 2021 – frestur til að sækja um ný lið er til 31. október!

Senn líður að því að umsóknarfrestur fyrir Suðurlandsdeildina 2021 rennur út en ný lið þurfa að skila inn umsókn eigi síðar en 31. október n.k. Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki þó COVID hafi vissulega sett strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili. En það þýðir ekkert annað en áfram gakk! Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Fjögur sæti eru laus í deildinni þar sem stjórn hefur ákveðið að fjölga um tvö lið vegna mikillar eftirspurnar. Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 31. október. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 3 áhugamanna og 2-3 atvinnumanna. Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð. Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum. Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Suðurlandsdeildin hefst þann 2. febrúar 2021 þar sem keppt verður í parafimi. Keppniskvöldin verða fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu. Dagsetningar móta hafa verið ákveðnar með fyrirvara um niðurröðun greina. febrúar – Parafimi... read more

Undirbúningur er hafinn fyrir fimmta keppnisárið í Suðurlandsdeildinni!

Undirbúningur er hafinn fyrir fimmta keppnisárið í Suðurlandsdeildinni! Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki þó COVID hafi vissulega sett strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili. En það þýðir ekkert annað en áfram gakk! Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Fjögur sæti eru laus í deildinni þar sem stjórn hefur ákveðið að fjölga um tvö lið vegna mikillar eftirspurnar. Þau lið sem eiga þátttökurétt í deildinni þurfa að staðfesta fyrir 20. október hvort þau muni halda áfram. Þau lið sem eiga þátttökurétt eru: Byko Húsasmiðjan Krappi Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær Heimahagi Toltrider Fet/Kvistir Heklu hnakkar Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Equsana Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 31. október. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 3 áhugamanna og 2-3 atvinnumanna. Þau lið sem féllu úr deildinni 2020 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð. Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum. Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Suðurlandsdeildin hefst þann 2. febrúar 2021 þar sem keppt verður í parafimi. Keppniskvöldin verða fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn... read more