Nov 12, 2020 | Uncategorized
Nú liggur það fyrir að fimm ný lið munu taka þátt í Suðurlandsdeildinni 2021 og óskum við nýjum liðum til hamingju með að vera komin í deildina! Lið sem halda áfram frá fyrra tímabili eru: Byko Húsasmiðjan Krappi Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær Toltrider Fet/Kvistir Heklu hnakkar Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Smiðjan Brugghús (var Equsana) Ný lið eru: Kjarr Þverholt/Fet Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún Efsta-Sel Lið Hlyns Páls Mikilvægar dagsetningar framundan: 22.nóvember 2020 – Liðin þurfa að vera búin að skila inn fullskipuðu liði. 26.nóvember 2020 – Fundur með liðstjórum varðandi skipulag deildarinnar 2021. 1.desember 2020 – greiðsluseðill verður sendur út fyrir 1/2 af greiðslu fyrir þátttökugjald deildarinnar 2021. Við erum gífurlega spennt fyrir deildinni og hlökkum til nýs tímabils. Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband, F.h. stjórnar Suðurlandsdeildar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson s: 8662632 Dagsetningar móta hafa verið ákveðnar með fyrirvara um niðurröðun greina. 2.febrúar – Parafimi 16.febrúar – Fjórgangur 2.mars – Fimmgangur 16.mars – Tölt og skeið 20.mars – lokahóf Niðurröðun greina verður rædd á fundi með liðstjórum 26.... read more
Nov 2, 2020 | Uncategorized
Af vef Landssambands hestamannafélaga. Skv. nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir í sóttvörnum er allt íþróttastarf óheimilt frá 31. október til 17. nóvember nk. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili. Skv. tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir hestamannafélaga vera lokaðar á þessum tíma eins og golfvellir og önnur íþróttamannvirki. Einungis er heimilt að stunda einstaklingsbundnar æfingar án snertingar utanhúss. Í svari sóttvarnarlæknis til íþróttahreyfingarinnar segir „núverandi ástand kallar á harðar aðgerðir og því mikilvægt að enginn reyni að túlka reglur með þeim hætti að hann sé... read more