Uncategorized
Nú liggur það fyrir að fimm ný lið munu taka þátt í Suðurlandsdeildinni 2021 og óskum við nýjum liðum til hamingju með að vera komin í deildina! Lið sem halda áfram frá fyrra tímabili eru: Byko Húsasmiðjan Krappi Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær Toltrider Fet/Kvistir Heklu hnakkar Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Smiðjan Brugghús (var Equsana) Ný lið eru: Kjarr Þverholt/Fet Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún Efsta-Sel Lið Hlyns Páls Mikilvægar dagsetningar framundan: 22.nóvember 2020 – Liðin þurfa að vera búin að skila inn fullskipuðu liði. 26.nóvember 2020 – Fundur með liðstjórum varðandi skipulag deildarinnar 2021. 1.desember 2020 – greiðsluseðill verður sendur út fyrir 1/2 af greiðslu fyrir þátttökugjald deildarinnar 2021. Við erum gífurlega spennt fyrir deildinni og hlökkum til nýs tímabils. Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband, F.h. stjórnar Suðurlandsdeildar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson s: 8662632 Dagsetningar móta hafa verið ákveðnar með fyrirvara um niðurröðun greina. 2.febrúar – Parafimi 16.febrúar – Fjórgangur 2.mars – Fimmgangur 16.mars – Tölt og skeið 20.mars – lokahóf Niðurröðun greina verður rædd á fundi með liðstjórum 26....
Uncategorized
Af vef Landssambands hestamannafélaga. Skv. nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir í sóttvörnum er allt íþróttastarf óheimilt frá 31. október til 17. nóvember nk. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili. Skv. tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir hestamannafélaga vera lokaðar á þessum tíma eins og golfvellir og önnur íþróttamannvirki. Einungis er heimilt að stunda einstaklingsbundnar æfingar án snertingar utanhúss. Í svari sóttvarnarlæknis til íþróttahreyfingarinnar segir „núverandi ástand kallar á harðar aðgerðir og því mikilvægt að enginn reyni að túlka reglur með þeim hætti að hann sé...
Uncategorized
Senn líður að því að umsóknarfrestur fyrir Suðurlandsdeildina 2021 rennur út en ný lið þurfa að skila inn umsókn eigi síðar en 31. október n.k. Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki þó COVID hafi vissulega sett strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili. En það þýðir ekkert annað en áfram gakk! Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Fjögur sæti eru laus í deildinni þar sem stjórn hefur ákveðið að fjölga um tvö lið vegna mikillar eftirspurnar. Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 31. október. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 3 áhugamanna og 2-3 atvinnumanna. Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð. Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum. Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Suðurlandsdeildin hefst þann 2. febrúar 2021 þar sem keppt verður í parafimi. Keppniskvöldin verða fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn atvinnumaður eða tveir áhugamenn fyrir hvert lið í þeirri grein. Ætlast er til að allir liðsmenn keppi a.m.k. einu sinni á tímabilinu. Dagsetningar móta hafa verið ákveðnar með fyrirvara um niðurröðun greina. febrúar – Parafimi...
Uncategorized
Undirbúningur er hafinn fyrir fimmta keppnisárið í Suðurlandsdeildinni! Frábær stemning hefur verið í deildinni síðustu ár og er sko enginn bilbugur á fólki þó COVID hafi vissulega sett strik í reikninginn á síðasta keppnistímabili. En það þýðir ekkert annað en áfram gakk! Nú er tækifæri til þess að setja saman lið og vera með á komandi keppnistímabili í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu! Fjögur sæti eru laus í deildinni þar sem stjórn hefur ákveðið að fjölga um tvö lið vegna mikillar eftirspurnar. Þau lið sem eiga þátttökurétt í deildinni þurfa að staðfesta fyrir 20. október hvort þau muni halda áfram. Þau lið sem eiga þátttökurétt eru: Byko Húsasmiðjan Krappi Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær Heimahagi Toltrider Fet/Kvistir Heklu hnakkar Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Equsana Ný lið sem áhuga hafa á að koma í deildina þurfa að skila inn umsóknum fyrir 31. október. Umsókninni þurfa að fylgja staðfest nöfn 3 áhugamanna og 2-3 atvinnumanna. Þau lið sem féllu úr deildinni 2020 geta sótt um aftur og fara í pottinn ásamt nýjum liðum sem sækja um. Liðin verða áfram skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Á hverju kvöldi keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn, nema á lokakvöldinu – þá geta allir keppt. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð. Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum. Áhugamaður: Er að lágmarki 22 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði. Suðurlandsdeildin hefst þann 2. febrúar 2021 þar sem keppt verður í parafimi. Keppniskvöldin verða fjögur. Á síðasta kvöldinu verður einnig keppt í skeiði og keppir þá einn áhugamaður og einn...
Uncategorized
Liðsstjórar eru boðaðir á fund í Rangárhöllinni mánudagskvöldið 20. janúar kl. 20:00. Þar verður farið yfir parafimi og almennt fyrirkomulag deildarinnar í ár. Hér eru uppfærðar reglur fyrir parafimi sem allir þurfa að fara vel yfir og ekki hika við að senda á okkur ef það eru einhverjar spurninar. Spurningar skal senda á...
Uncategorized
Fátt gleður hestamanninn meira en að opna jólapakkann og þar leynist miði á Landsmót hestamanna 2020! Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. Forsölu lýkur um áramót, 31.12.2019. Ef þú vilt tryggja þér miða í forsölu og um leið styðja við þitt hestamannafélag þá finnurðu það í listanum hér og kaupir miða þar í gegn! https://www.landsmot.is/…/forsala-adgongumida-i-fullum-gangi Miðaverð í forsölu er 16.900 kr, fullt verð í hliði á mótinu sjálfu er 24.900 kr og því mikill sparnaður að tryggja sér miða strax. Helgarpassar fara í sölu eftir áramót og munu þeir þá kosta 16.900 kr. Á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar verður boðið uppá frábæra skemmtun, nútímaleg tjaldsvæði, margir af helstu skemmtikröftum landsins munu koma fram, veitingar verða í hávegum hafðar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið! Ef einhverjar spurningar eru varðandi Landsmót hestamanna 2020 þá ekki hika við að hafa samband á landsmot@landsmot.is Tökum höndum saman – styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði!...